top of page
_80A4832.jpg

Fagmennska Þjónusta

Prisma er ræstingarfyrirtæki á Íslandi sem býður upp á vandaða hreingerningarþjónustu, bæði í heimahúsum og í fyrirtækjum. Við höfum á að skipa framúrskarandi starfsfólki sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu  á sviði hreingerninga. Það gerir okkur kleift að sinna viðskiptavinum okkar vel og tryggja þeim góða og metnaðarfulla þjónustu.

 

Við teljum að góð samskipti við viðskiptavini okkar koma á langtímasambandi sem er mikilvægur hluti af þjónustu Prisma og við erum stolt af gæðum ræstinga sem starfsfólk okkar veitir með því markmið að ná fram hámarksárangri.

 

Fyrirtækið Prisma leggur áherslu á mikilvægi virðingu, bæði innan sem utan fyrirtækisins. Einnig tryggjum við gæði á þeim verkum sem við tökum að okkur.  Það er okkar skuldbinding gagnvart viðskiptavinum okkar.

MIKIL GÆÐI

Reglulegt eftirlit og samskipti við viðskiptavini okkar til að tryggja ánægju þeirra.

 

Við leggjum áherslu á vinnuteymi, styðjum starfmenn okkar og notum hvatningaraðferðir sem leiða til mikillar framleiðni og gæðavinnu.

ÁBYRGÐ

Við ábyrgjumst að vinna okkar sé unnin eins og best verður á kosið.

 

Ef viðskiptavinir eru ekki ánægðir munum við koma og endurtaka þrifin.

UMHVERFISMÁL

Við hjá Prisma erum jafnframt vel meðvituð um að við þurfum að vernda jörðina og þess vegna höfum við sett okkur sem markmið að vera fyrirmynd sem notast einungis við viðurkenndar umhverfisvænar vörur til þess að koma sem best til móts við þarfir viðskiptavina okkar og samfélagsins alls. 

bottom of page